Sagan

Dansskóli Reykjavíkur (áður Dansskóli Ragnars) var stofnaður í júní árið 2007. Eigendur eru Ragnar Sverrisson, Linda Heiðarsdóttir og Ólafur Magnús Guðnason. Dansskólinn er staðsettur á Bíldshöfða 18 í Reykjavík í næsta húsi við Húsgagnahöllina. Dansskólinn er öllum opinn og ættu allir að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Boðið er upp á almenna samkvæmisdansa, barnadansa, brúðarvals, sérhópa og fleira. Starfsfólk dansskólans hefur mikinn metnað fyrir hönd dansskólans og leggur upp með að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.