Danskennarar

Ragnar Sverrisson

Ragnar_SverrissonRagnar hefur 30 ára reynslu af samkvæmisdönsum og öðrum dönsum. Margfaldur Íslandsmeistari á sínum unglingsárum og á langan keppnisferil að baki bæði sem áhugamaður og atvinnumaður. Ragnar hefur 20 ára reynslu sem danskennari. Hann kenndi á árunum 1993-1994 hjá Dansskóla Hermanns Ragnars, 1994-1996 hjá Dansskóla Auðar Haralds, 1997-1999 hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar og frá 2000-2003 hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Frá 2003 hefur hann starfað sjálfstætt við danskennslu bæði hérlendis og erlendis.

 

 

Linda Heiðarsdóttir

Linda_HeidarsdottirLinda átti langan keppnisferil í samkvæmisdönsum og náði góðum árangri. Linda mun koma að almennri kennslu hjá okkur. Linda er meðeigandi að dansskólanum . Linda er menntaður grunnskólakennari.

 

 

 

 

Ólafur Magnús Guðnason

Olafur_Magnus_GudnasonÓli Maggi hefur átt langan og farsælan feril sem dansari og hefur undanfarin ár starfað sem danskennari erlendis. Óli Maggi er meðeigandi í skólanum.