FRÉTTABRÉF VORÖNN 2015

FRÉTTABRÉF VORÖNN 2015 VORNÁMSKEIÐ Í MAÍ – KEPPNIR – SÝNINGAR – PÁSKAFRÍ

Þá er vorönnin komin vel á veg og að ljúka hjá yngstu nemendunum. Síðasti tíminn hjá 2-3 ára og 4-5 ára verður laugardaginn 21. mars. Ný námskeið fyrir þennan aldur verða í september og þá verða hugsanlega einhverjir komnir í næsta aldurshóp. Aðrir nemendur munu taka sér smá páskafrí og halda svo áfram út apríl á sínum venjulegu tímum og jafnvel lengur því við munum vera með vornámskeið í maí fyrir þá sem vilja og geta og hafa verið að keppa og sýna í vetur.  Keppnishóparnir munu svo halda áfram með sitt prógram í allt sumar.

VORNÁMSKEIÐ Stjörnuhópur (mánudagar 17 og laugardagar 12) verða í maí á mánudögum kl 17 og fimmtudögum kl 17. Snillingahópur (þriðjudagar 17 og laugardagar 13) verða í maí á þriðjudögum kl 17 og miðvikudögum kl 17. Við munum leggja upp með að fara mest í þá dansa sem við höfum farið minna í eins og Samba, Quickstep, Jive og Tango. Verðið fyrir vornámskeiðið verður kr. 6000 á mann og greiðist í fyrsta tíma. PÁSKAFRÍ Páskafríið verður frá og með 1. apríl til og með 10. apríl.  Engir hóptímar verða  þessa daga en einkatímar verða hjá Óla eftir samkomulagi.

Ragnar verður í  í Englandi frá 1. apríl til 12. apríl og Linda verður í Florida frá 24. mars til 10. apríl. Ragnar verður í dansferð með 2 pör úr dansskólanum sem munu keppa í  Blackpool í Englandi á einni fjölmennustu danskeppni í heiminum fyrir börn og  unglinga.

Flestir nemendur 6 ára og eldri eru að taka þátt í keppni á vegum DSÍ í Laugardalshöll helgina 21. og 22. mars og svo verður síðasta keppni vetrarins í Laugardalshöll helgina 25. og 26. apríl þar sem flestir nemendur dansskólans  munu einnig að taka þátt.

 ATHUGIÐ AÐ LAUGARDAGINN 21. MARS FELLUR NIÐUR KENNSLA FRÁ KL 12.00 TIL 15.00 VEGNA DANSKEPPNINNAR ÞANN DAG.

Munið að aðalatriðið í dansinum er að hafa gaman 😀

Danskveðja,  Linda, Ragnar og Óli Maggi

Posted in Fréttir